Lýðræðisflokkurinn
Samþykktir

1. gr.

Félagið heitir Lýðræðisflokkurinn. 

Lögheimili þess er Vættaborgir 1, 112 Reykjavík. Kennitala 440719-1120.

2. gr.

Hugmynda- og málefnavinna flokksins skal fara fram í þróunardeild flokksins sem nefnist Lýðræðishreyfingin.

3. gr.

Tilgangur félagsins er að virkja Íslendinga til lýðræðislegrar þátttöku í málefnum sem snerta samfélagið allt, tryggja óskorað fullveldi landsins og sjálfstæði í auðlindamálum og stuðla að samvinnu og velferð íbúa landsins, hamingju og fjárhagslegu öryggi á sem flestum sviðum mannlífs.

4. gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með eftirfarandi hætti:

a.    Með því að vekja athygli á stefnu sinni í samfélagslegri og pólitískri umræðu hverju sinni og með lýðræðislegum kröfugerðum.

b.    Með því að hafa áhrif á þær stjórnmálahreyfingar sem eru virkar í íslenskum stjórnmálum.

c.     Með því að bjóða fram lista í kosningum, bæði sveitastjórnar- og alþingiskosningum og taka virkan þátt í hinu pólitíska starfi á þeim vettvangi.

d.    Með því að hrinda í framkvæmd eftirfarandi samþykktum:

5. gr.

Efla skal beint lýðræði á Íslandi með ákvæði í Stjórnarskrá Íslands sem kveður á um rétt almennings til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um samþykktir Alþingis.

6. gr.

Stefnt skal að endurskoðun stjórnarskrár Íslands með tilliti til valdsviðs Forseta Íslands og raunverulegrar þrígreiningar ríkisvaldsins og þá sérstaklega aðskilnaðar framkvæmdavalds og löggjafarvalds.

7. gr.

Í stjórnarskrá Íslands skal sérstaklega tryggja samfélagslega stjórnun á nýtingarrétti helstu auðlinda landsins, s.s. sjávarauðlindinni, orkulindunum og jarðeignum, sbr. núgildandi lög um þjóðareign á fiskimiðum.

8. gr.

Stjórnvöld skulu marka skýra stefnu í orku- og auðlindamálum í sátt við þjóðarvilja og samhliða faglegri og ítarlegri áhættugreiningu á þeim vettvangi.

a. Allar stefnumarkandi ákvarðanir um auðlindamál skal taka í samræmi við vilja meirihlutans í þjóðaratkvæðagreiðslu um þessi mál. 

b. Orkupakka 3 skal vísa til Sameiginlegu EES-nefndarinnar, þar sem farið verði fram á undanþágu frá Orkupakka 3 í heild sinni og  í kjölfarið verði aflétt hinum stjórnskipulega fyrirvara af honum, ef slík niðurstaða verður samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

9. gr.

Tillaga um að draga umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu (ESB) formlega til baka verði borin undir almenning í þjóðaratkvæðagreiðslu.

10. gr.

Eingöngu er um félagasamtök að ræða og enginn atvinnurekstur verður hjá félaginu.

11. gr.

Félagsaðild.  Allir þeir sem eru orðnir sjálfráða mega vera skráðir í félaginu.

12. gr.

Starfstímabil félagsins er almanaksárið.  Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.  Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.

13. gr.

Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. ágúst ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti.  Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála.  Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

1.       Kosning fundarstjóra og fundarritara

2.       Skýrsla stjórnar lögð fram

3.       Reikningar lagðir fram til samþykktar

4.       Lagabreytingar

5.       Ákvörðun félagsgjalds

6.       Kosning stjórnar

7.       Önnur mál

14.gr.

Stjórn félagsins skal skipuð 3-8 félagsmönnum, formanni og 2 – 7 meðstjórnendum,  kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn.  Einnig er heimilt að kjósa allt að 8 varamenn.
Stjórnin skiptir með sér verkum.  Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda.  Formaður boðar til funda.  Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

15. gr.

Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi.  Félagsgjöld skulu innheimt árlega.

16. gr.

Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í uppbyggingu á starfsemi félagsins og eða viðburðum og þjónustu á vegum þess. Félagsmenn skulu eigi njóta fjárhagslegs ávinnings af starfsemi félagsins.

17. gr.

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til þeirra góðgerðarmála sem ákveðin verða á slitafundi.  

Lög þessi voru samþykkt á fyrsta stofnfundi hreyfingarinnar 4. júní 2019.

18. gr.

Með stjórn félagsins fara:

Formaður Lýðræðisflokksins

Benedikt Lafleur Sigurðsson  kt. 100665-5499

Meðstjórnendur

Vita Volodymyrivna Sigurðsson Lafleur   kt. 160982-3499

Bjarni Jónsson  kt. 190149-2859

Linkar

Heim

Viðburðir borgarafundur

Skráning

Hugmyndir

Ábyrgðarmaður:
Benedikt S. Lafleur
S: 6593313

lafleur@simnet.isStuðningur vegna
kostnaðar:

Bankareikningur
515-26-4285.
Kt: 440719-1120